Útivistar- og fjölskyldudagurinn  í skógum landsins, Líf í lundi, fer fram næstkomandi laugardag um allt land. Skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að deginum og markmiðið með honum er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins.

Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni og á Facebook-síðu Líf í lundi, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum miðlum.

Líf í lundi í Hafnarfirði: 

Laugardaginn 23. júní 2018

Við Þöll, Kaldárselsvegi í Höfðaskógi, Hafnarfirði
•       Kl. 14.00: Setning
•       Kl. 14.30 – 15.30: Skógurinn í nálægð og fjarlægð. Skógarganga með Árna
Þórólfssyni skógarverði um Höfðaskóg og nágrenni.
•       Kl. 14.30: Kynning á ratleik.
•       Pylsur og kaffi í boði á hlaðinu.
•       Úrslit í ratleik kynnt kl. 16.30. Verðlaunaafhending.

Íshestar, Sörlaskeiði 26, Hafnarfirði
•       Kl. 15.00 – 16. Öllum börnum velkomið að fara á hestbak þar sem teymt
verður undir þeim.

 

Mynd/OBÞ: Einn af áningarbekkjum umhverfis Hvaleyrarvatn. Skógurinn þar er í landi Skógræktar Hafnarfjarðar.