Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (STH) og Hljómsveitin Amandus frá vinabæ Hafnarfjarðar, Cuxhaven í Þýskalandi, eru þátttakendur í einstöku Erasmusverkefni sem snýst um náttúruhljóð í nýjum búningi tengd við þjóðlög. Hljómsveitirnar hittust fyrst vorið 2016 Amandus kom í heimsókn til Hafnarfjarðar, en þýsku ungmennin hafa undanfarið dvalið hér í bæ í tengslum við verkefnið.

Ármann Helgason, klarinettuleikari, stjórnandi STH og hugmyndasmiður þessa Erasmusverkefnisins segir það hafa vakið mikla hrifningu allra, jafnt þátttakenda og áheyrenda, að hljómsveitirnar mynduðu fullkomna heild saman þar sem öll blásturs- og strengjahjóðfæri voru til staðar þegar hljómsveitirnar tvær sameinuðu krafta sína. „Sú hugmynd kom þá upp hjá ungmennunum að gera eitthvað meira saman. Verkefnið sem við vinnum að byggir á því að velja þjóðlög frá Íslandi og Þýskalandi sem tengjast veðurfari og náttúru og útsetja þau fyrir hljómsveitirnar.“ Þær hafi unnuð saman að fyrri hluta þessa Erasmusverkefnis síðastliðið haust í Cuxhaven, byggt á þessum hugmyndum og í framhaldinu ákveðið að halda samstarfsverkefninu áfram á Íslandi og hafa hljómsveitirnar æft stíft saman síðustu vikuna.

Vinabæirnir liggja báðir við sjó

Verkefni þátttakenda er m.a. að fara út og hlusta á og skynja náttúruhljóð af ýmsum toga og þá sérstaklega hljóðin í fjörunni, veðrinu og sjávarhljóðin en bæirnir Cuxhaven og Hafnarfjörður liggja báðir við sjó. „Þátttakendum er skipt í hópa og hver hópur fær það verkefni að endurvekja þessi hljóð á óhefbundinn á hátt með alls kyns effektum á hljóðfærin sín. Þau hafa því unnið að því að skapa stórt tónverk sem samanstendur af mörgum þjóðlögum landanna beggja og hljóðheimi náttúrunnar til þess að undirstrika textana og með því myndað einverskonar hljóðheimstónverk. Einnig hafa þau kynnst sögu og menningu þjóðar hvors annars með því heimsækja söfn og forna staði og þar með skynjað betur innihald þjóðlaganna,“ segir Ármann.

60 þátttakendur, 13 – 23 ára
Markmið og langtímaávinningur verkefnisins er að koma á góðum tengslum milli ungmennanna og að þau kynnist hvert öðru í gegnum tónlist og sköpun og að þessi nýi hljóðheimur opni þeim leiðir og víkki sjóndeildarhringinn til nýsköpunar og frekara samstarfs og að þau læri um ólíka menningu og náttúru hvors annars. Fjöldi þátttakenda er 30 frá hvoru landi og eru ungmennin á aldrinum 13 til 23 ára. Leiðbeinendur eru þrír frá Íslandi og þrír frá Þýskalandi, auk eins fylgdarmanns með blindum þátttakenda en. Niðurstöður verkefnisins voru fluttar á tónleikum í lok heimsóknarinnar fimmtudaginn. 20 september í Hásölum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir merkjum Erasmus+. Verkefnið hlaut veglegan styrk í flokknum ungmennaskipti hjá Erasmus.

 

Stór mynd/OBÞ

Mynd af blöðum á staur/OBÞ

Mynd af hljómsveit á æfingu/aðsend