Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði nýja sýningu í forsal Pakkhússins á 110 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Sýningin heitir „Þannig byggðist bærinn“, þar sem varpað er ljósi á uppbyggingu, þróun og skipulag Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins. Af sama tilefni var opnuð ljósmyndasýningin „Hafnarfjörður frá fullveldi til lýðveldis“ á strandstígnum meðfram höfninni. Hafnfirðingar og gestir eru hvattir til að skoða þetta og minntir á að ávallt er frítt í söfn Byggðasafnsins. Rósa Karen Borgþórsdóttir, Atli Rúnarsson og Björn Pétursson höfðu veg og vanda að gerð sýningarinnar. 

Björn safnstjóri heldur tölu og opnar sýninguna.

Orri Kristinn Jóhannsson og Rósa Björg Karlsdóttir með barnabarnið Rósu Ölvu.

Tveir góðir menn og heimsþekktir í Hafnarfirði, Björn og Sigurður Brynjólfsson.

Friðþjófur Helgi Karlsson og Ingi Tómasson.

Búið er að setja upp smíðaverkstæði í anda gamla Dvergs.

Gínan Garðar í grjótinu.

Myndir/OBÞ