Boðið er til opinna kosningafunda vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. maí kl 20.00 og mánudaginn 21. maí kl 20.00 í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti. Alls eru átta listar sem bjóða fram í Hafnarfirði að þessu sinni og má búast við fjörlegum umræðum um þau mál sem brenna á Hafnfirðingum.

Á fyrri fundinum verður fjallað um skólamálin, velferðina, tómstundir og menningu og á þeim seinni um lýðræði, framkvæmdir, skipulag og fjármálastefnu bæjarins. Listarnir verða með stutta framsögu og síðan taka þeir við spurningum úr sal.

Fundunum verður streymt beint á netsamfelag.is og á vefjum bæjarblaðanna. Við hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna í Gaflaraleikhúsið við Víkingastræti og taka þátt í skemmtilegum umræðum um framtíð Hafnarfjarðar.