Víkingahátíð í Hafnarfirði verður að þessu sinni haldin á Víðistaðatúni. Hátíðin verður undir stjórn víkingafélagsins Rimmugýgjar dagana 14.-17. júní næstkomandi. Á hátíðinni verða bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður og víkingaskóli barna, veitingar verða til sölu á svæðinu. 

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS á hátíðina sem stendur frá 13-19 alla hátíðardagana.

Víkingahátíð hefur verið haldin dagana kringum 17. júní undanfarin 20 ár. Hátíðin hefur oftast verið haldin í tengslum við Fjörukrána en þrisvar áður hefur hún verið haldin á Víðistaðatúni þar sem fyrsta hátíðin var haldin árið 1995.

Hér er slóð á viðburðinn á Facebook, svo að endilega fylgist með.
Hér er nýleg umfjöllun Fjarðarpóstsins um Rimmugýgur, en þar kemur m.a. fram að undirbúningur fyrir hátíðina fer fram allt árið.