Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Ásvallalaug verður aftur á móti lokuð vegna viðhalds í vetrarfríinu.

Hafnarborg býður börnum að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins frá kl. 13-15 mánudag og þriðjudag. Smiðjurnar eru tvær og hægt að mæta báða dagana eða annan hvorn daginn. Mælst er til þess að börn komi í fylgd fullorðinna. Aðgangur er ókeypis.

Grunnskólabörn í Hafnarfirði eru líka boðin sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í vetrarfríinu. Komdu og giskaðu á hvað safnið á margar bækur en verðlaun eru í boði fyrir þá þrjá sem komast næst réttri tölu. Einnig verður boðið upp á föndur, sögustund og bókabíó á sérstökum tímasetningum.

Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur vel á móti grunnskólabörnum og fjölskyldum þeirra í vetrarfríinu. Í Pakkhúsinu verður hægt að taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum ratleik fyrir fjölskylduna sem leiðir gesti safnsins um safnið og á sunnudag verður boðið upp á barnaleiðsögn um safnið kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis.

 
Laugardagur 20. október
•                    Kl. 11-15 Harry Potter RATLEIKUR á Bókasafni Hafnarfjarðar. Þrír heppnir þátttakendur fá vinning.
•                    Kl. 11-17 RATLEIKUR í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið.
 
Sunnudagur 21. október
•                    Kl. 11-17 RATLEIKUR í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið.
•                    Kl. 13 BARNALEIÐSÖGN um Byggðasafn Hafnarfjarðar. Safnvörður leiðir gesti um safnið og segir frá.
 
Mánudagur 22. október
•                    FRÍTT Í SUND í Suðurbæjarlaug og Sundhöll. Opið 6:30-22 í Suðurbæjarlaug og 6:30-21 í Sundhöll.
•                    Kl. 11-15  RATLEIKUR um Byggðasafn Hafnarfjarðar. Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið.
•                    KL. 13-16 BÓKAMERKJASMIÐJA í Bókasafni Hafnarfjarðar. Hannaðu þitt eigið bókamerki. Þrjú frumlegustu bókamerkin verða valin og prentuð út fyrir gesti safnsins.
•                    Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg. Nemendur kynnast ólíkum efnum og aðferðum til sköpunar.
 
Þriðjudagur 23. október
•                    FRÍTT Í SUND í Suðurbæjarlaug og Sundhöll. Opið 6:30-22 í Suðurbæjarlaug og 6:30-21 í Sundhöll.
•                    KL. 11 SÖGUSTUND í Bókasafni Hafnarfjarðar. Lesin verður bókin Kötturinn með hattinn.
•                    Kl. 11-15  RATLEIKUR um Byggðasafn Hafnarfjarðar. Skemmtilegur og fróðlegur ratleikur fyrir fjölskylduna um safnið.
•                    Kl. 13-15 LISTASMIÐJA í Hafnarborg. Nemendur kynnast ólíkum efnum og aðferðum til sköpunar.
•                    KL. 14 BÓKABÍÓ í Bókasafni Hafnarfjarðar. Sýnd verður kvikmyndin Harry Potter and the Philosopher‘s Stone. Myndin verður sýnd á ensku með íslenskum texta.